JAÐAR MIÐBÆJARINS
RAVAL, SANT ANTONI/POBLE SEC
Það mætti segja að Barselóna sé borg sem samanstendur af mörgum litlum bæjum, hver með sín sérkenni. Handan Römblunnar, hinu megin við Gotneska hverfið, er að finna heimili jaðarmenningar miðbæjarins, Raval. Hverfið er þekkt fyrir hæsta hlutfall af vasaþjófnaði í borginni, veggjakrot og óheflaða listasenu. Í framhaldi af því tekur yfirvegunin í Sant Antoni við og lífleg götumenningin í Poble Sec.

Stærri hópar (7-24)
Gangan í útjaðri þessa alræmdasta hverfis Barselóna. Þar mætast jaðarmenning og kirkjusagan, hámenning og lágmenning, á líflegan og skemmtilegan máta.
Í göngunni stoppum við og brögðum á vermút, hefðbundnum drykk sem heimamenn gæða sér gjarnan á upp úr hádegi á sunnudögum. Með fylgir snarl sem passar vel við flókið bragðið í glasinu.
Því næst er haldið áfram yfir í Pob le Sec þar sem við stoppum á handverksbjórbar og smökkum á veigunum með léttu snarli.
Gangan endar á vínsmökkun þar sem gestir kynnast helstu perlum katalóníu
Hægt er að breyta göngunni svo hún fari aðeins fram í Raval og endi á 5 rétta máltið með vínsmökkun. Þá er aðeins stoppað í vermút í göngunni um hverfið og endað í mat og víni. Sú útfærsla tekur um 6 klst.
Ferðin tekur um 4 klukkutíma og hentar allt að 24 manna hópum. Gangan er um það bil 3,2 kílómetra löng.
Minni hópar (2-7)
Gangan fyrir minni hópa er með sama sniði nema hún endar á veitingastað sem er nafntogaður fyrir afslappað andrúmsloft, hágæðamat sem kemur beint frá markaðnum og mjög glæsilegan vínseðil, enda eru báðir eigendurnir vínþjónar.
Ef hópurinn er enn þá hress ljúkum við kvöldinu á kokteilbar.
Ferðin tekur um 4 klukkutíma og hentar allt að 7 manna hópum. Gangan er um það bil 2,8 kílómetra löng.
