PERLUR MIÐBÆJARINS
BORN OG GOTNESKA HVERFIÐ
Í Born og Gotneska hverfinu leynast perlur fortíðarinnar innan um úrval góðra veitingastaða. Í göngunni verður sagt frá sögu borgarinnar út frá byggingum og fornminjum sem fyrir augu ber, allt frá Rómverjum til spænsku borgarastyrjaldarinnar í bland við nýrri byggingarlist katalónsku módernistahreyfingarinnar sem meðal annars Gaudí aðhylltist. Þess á milli verður stoppað á vel völdum áfangastöðum og smakkað á spænskum vínum og hefðbundnu snarli með.

Stærri hópar (7-24)
Við byrjum á að skála í konungi spænskra freyðivína og læra um mismunandi gæðaflokka freyðivína og af hverju cava er ekki bara cava.
Gangan leiðir okkur um elsta hluta borgarinnar og sögurnar sem þar leynnast inn í þröngum götum og sundum. Á leiðinni stoppum við og brögðum á vermút, hefðbundnum drykk sem heimamenn gæða sér gjarnan á upp úr hádegi á sunnudögum. Með fylgir snarl sem passar vel við flókið bragðið í glasinu.
Ferðinni lýkur með vínsmökkun þar sem hópurinn kynnist helstu perlum katalóníu, meðal annars víni frá hinu lítt þekkta en margverlaunaða Priorat
Ferðin tekur um 3 klukkutíma og hentar allt að 24 manna hópum. Gangan er um það bil 2,5 kílómetra löng.
*Hægt er að bæta við einni hvíldarstöð til viðbótar ef fólk sér fram á að verða fótafúið. Sé þess óskað skal tilkynna það fyrirfram.
Minni hópar (2-7)
Í ferð fyrir minni hópa skiptum við út freyðivíni og gæðum okkur á ostrum frá árósum Ebru í nágrenni Barselóna (ef árstíminn er réttur, annars verður boðið upp á gæðaostrur frá Frakklandi). Með ostrunum drekkum við fino-sérrí sem á lítið skylt við sæta sérríið sem oft finnst í vínskápum á Íslandi. Fino-sérrí er létt, ferskt og passar alveg einstaklega vel með ostrum.
Ferðir fyrir minni hópa enda ekki í vínsmökkun heldur á vínbar þar sem vínfræðingurinn og leiðsögumaðurinn hjálpar fólki að velja glös/flöskur og segir frá svæðinu, bragðtónunum og þrúgunum.
