KOMDU MEÐ

Sóley býður upp á vínsmakkanir fyrir hópa í Barselóna og einnig reglulega á Íslandi. Hún hefur lengi búið í Barselóna og þekkir miðbæinn eins og lófann á sér. Í borginni eru ýmsir krókar og kimar sem fela sig á bak við horn, upp tröppur og niður leynda stíga.

Sóley leiðir hópinn þinn um slóðir sem ilma af sögu og menningu og þegar hálsinn er farinn að þorna leiðir hún ykkur inn á litla matsölustaði og krár sem hún hefur valið af kostgæfni.

VÍNSMÖKKUN

Sóley Björk er þjóðfræðingur og vínfræðingur (e. sommelier) með 3. gráðu WSET-próf. Hún býður upp á vínsmakkanir fyrir hópa í Barselóna og einnig reglulega á Íslandi.

Sóley er sérfræðingur í spænskum vínum og leggur mikla áherslu á að skipta við litla handverksframleiðendur víðs vegar á Spáni.

Vínin sem Sóley kynnir eru ófáanleg á Íslandi en mörg af vínunum sem boðið er upp á í smökkunum flytur hún inn til landsins

Nánar

LEIÐSÖGUGÖNGUR

  • MIÐBÆJARPERLUR

    Born og Gotneska hverfið hafa iðað af lífi í tvö þúsund ár. Þar leynast perlur fortíðarinnar ef maður veit hvar á að leita. Í þessari ferð er lögð áhersla á sögumat og vín í rólegri göngu um miðbæinn um leið og við fræðumst um það sem fyrir augu ber.

  • BYGGINGARSAGA

    Barselóna er rúmlega 2000 ára gömul og fjöldi manns og menningarheima hafa haft áhrif á uppbyggingu borgarinnar. Í þessari ferð er lögð áhersla á byggingar og arkitektúr, allt frá Rómverjum til Gaudí, í bland við vínsmökkun og matarmaul.

  • JAÐAR MIÐBÆJARINS

    Barselóna hefur upp á margt að bjóða sem ekki er að finna á Römblunni. Í þessari ferð er farið um minna þekkt hverfi miðbæjarins. Þar mætast jaðarmenning og kirkjusagan, hámenning og lágmenning á líflegan og skemmtilegan máta.

Kona í grænum síðkjól með blómamynstri lyftir þremur hvítvínsglösum með einni hendi, heldur á rauðvínsglasi með hinni og er með vínflösku undir handleggnum.

LEIÐSÖGUMAÐURINN

Sóley Björk Guðmundsdóttir er vínfræðingur og þjóðfræðingur. Hún hefur búið í Barselóna í nokkur ár og sérhæfir sig í spænskum vínum. Hún hefur ástríðu fyrir alþýðlegri menningu og hoppar hæð sína af gleði þegar hún finnur fullkomna vínpörun með matnum.

Senda Sóleyju fyrirspurn um leiðsögugöngu